top of page
Niðurstöður úr viðtölum
Hæ, ég heiti Berglind Þórðardóttir ég er 34 ára gömul og er kennari í Barnaskóla Vestmannaeyja. Þegar ég var yngri horfði ég lang mest á Lion king, Pocahontas og Aladdin. Mér finnst persónurnar vera samt orðnar mjög miklir töffarar og meiri hetjur og eru kannski ekki svona eins miklar prinsessur,ekki margar, eins og klæðnaðurinn þær eru ekki lengur í prinsessu kjólum. Uppáhalds kvenpersónan mín er Pocahontas af því mig langaði bara að vera svolítið eins og hún, ég átti boga og allt saman. Disney myndir er bara það sem maður horfði á og ég upplifði þær bara mjög vel, maður vildi svona pínu vera eins og þær.
Hæ ég heiti Ísabella Ýr Héðinsdóttir, ég er 16 ára gömul og er nemandi í Barnaskóla Vestmannaeyja. Ég horfði mjög mikið á Aladdin og Ariel þegar ég var yngri og horfi ennþá mikið á Disney myndir. Mér finnst persónurnar vera búnar að breytast mjög mikið og eru þær orðnar fjölbreyttari og meira badass. Uppáhalds kvenpersónan mín er Merida í Brave af því hún er geggja kúl. upplifun mín á þessum myndum var geggjuð.
Halló ég heiti Arnar Gauti Egilsson, ég er 16 ára gamall og er nemandi í Barnaskóla Vestmannaeyja. Þegar ég var yngri horfði ég mest á Disney Pixar’s Cars. Mér finnst að prinsessurnar vera orðnar meira áberandi og minna prinsessulegri. Uppáhalds kvenpersónan mín er Tangled því hún lamdi hann með pönnu í andlitið og hún getur bundið fólk með hárinu sínu. Upplifun mín á Disney myndum var geðveikt skemmtileg!
Hæ, ég heiti Kristín Ásmundsdóttir, ég er 63 ára gömul og er gangavörður í Grunnskóla Vestmannaeyja. þegar ég var yngri þá var allt lesið, ekkert horft, en þegar krakkarnir mínir voru litlir var Konungur Ljónanna mjög vinsælt og er en verið að vitna í hana í minni fjölskyldu. Það sem mér finnst hafa breyst mest í myndunum er að það er meira ofbeldi og minni húmor, prinsessurnar eru hættar að vera svona voða sætar og þurfa alltaf prinsinn sinn, núna eru þær með meiri persónuleika og orðnar meira töff geggjuð. gellur. uppáhalds kvenpersónan mín er Mjallhvít því hún er svo sæt. Ég upplifi myndirnar frá Disney sem gleði og afslöppun.
Halló, ég heitir Evelyn C. Bryner, ég er 51 árs og er kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja. Þegar ég var yngri horfði ég mest á Hefðaketti, Gosa og Bamba. Mér finnst myndirnar ekki lengur vera fastar í staðalímyndum, konurnar eru orðnar sterkari og karlar mega vera aular, klaufskir en fyrr á tímum var það akkúrat öfugt, þær hafa náttúrulega öðlast meiri persónuleika, þær eru ekki lengur svona umbúðir, heldur sinn karakter og sitt skap. Uppáhalds kvenpersónan mín er Mulan. Hún er klár og er ekkert gífurlega falleg en hún er hugrökk, fer inn í karla heim og sannar sig þar og hún er bara æðisleg persóna. Ég upplifði myndirnar sem dæmigerðar sögur sem þú getur yfirfært yfir í þinn heim, þetta er allt einhver svona lexía. Svo er þetta náttúrulega ævintýri og skemmtun.
bottom of page