top of page
Disney prinsessur hafa lengi vakið umræður og jafnvel harkalegar deilur. Walt Disney kynnti Mjallhvíti til sögunnar árið 1937, allra fyrstu prinsessuna. Hún var hæversk, siðprúð og nánast viljalaus. Fyrstu kvenhetjurnar voru til dæmis Öskubuska og Þyrnirós. Þær voru engir femínistar og algjörlega háðar prinsi sínum.
Þyrnirós kom fram árið 1959 og eftir það kom 30 ára hlé frá Disney-prinsessum. Eftir það urðu til nýjar Disney prinsessur og tók fólk eftir því að femínismi var farinn að koma upp á yfirborðið. Hafmeyjan Aríel sýndi töluvert sjálfstæði þótt hún hafi endað á því að fórna röddinni fyrir prinsinn sinn. Bella í teiknimyndinni Fríðu og Dýrinu hafði mikið sjálfstraust og braust hún úr viðjum hefðbundinna gilda en tapaði eiginleikum sínum þegar hún fór að sjá heiminn með augum dýrsins.
Pocahontas var allt öðruvísi, en kom fram á sjónarsviðið 1995 þegar aukin réttindi frumbyggja voru í að koma fram. Múlan var algjör töffari og kom út árið 1998. Hún tók virkan þátt í átökum og notaði vopn. Tíana var fyrsta dökka prinsessan og leit ekki dagsins ljós fyrr en 2009. Hennar draumur var ekki að eignast prins og stjórna konungsríki heldur að opna veitingastað. Í Afríku sárnaði mörgum að lungann úr myndinni hoppar hún um í líki frosks.
Merida í Brave var kannski nútímalegust enda fyrsta myndin sem var að hluta skrifuð og leikstýrt af konu. Anna og Elsa í Frozen voru líka mjög djarfar og hugaðar kvenpersónur og rómantíkin ekki drifkraftur þeirra. Reyndar var rætt um að Elsa hafi í raun verið fyrsta samkynhneigða prinsessan frá Disney og jafnvel fullyrt að hún komi formlega út úr skápnum í Frozen 2 sem er væntanleg.
bottom of page