top of page
Könnun um Disney
Við bjuggum til könnun um Disney sem við deildum á facebook. 440 manns svöruðu könnunni, sem er miklu meira en við bjuggumst við. Í fyrstu spurningu var spurt hvaða kyn einstaklingurinn sé og var það 82,3% konur og 17,5% karlar.
Í annari spurningu spurðum við um aldur. Flest svörin voru 19 ára eða eldri, sem var 69,8%. 16- 18 ára var 23% og sú síðasta, 15 ára og yngri var 7,5%.
Spurning þrjú var hvar ertu búsettur? Flestir sem svöruðu bjuggu á suðurlandi og í Vestmannaeyjum, við höfðum Vestmannaeyjar sér til að vita hversu margir úr heimabænum okkar svöruðu.
Fjórða spurnig var " Ert þú enn að horfa á Disney myndir af þínum vilja?" Lang flestir sem svöruðu, svöruðu játandi ( 81,8% ). Og 15,2% svöruðu neitandi.
Fimmta spurning "Hugsar þú út í boðskap Disney myndanna?" 70,5% svöruðu játandi og 29,5% svöruðu neitandi.
Sjötta spurning "Finnst þér Disney vera búið að breyta áhorfi á stöðu kvenna?" Næstum helmingur svarði játandi, 49,8% Og 36,1% svöruðu neitandi.
Og sú síðasta "Hefur þú tekið eftir kynjamisrétti í Disney myndum?" 58,2% svöruðu játandi og 36,1% svöruðu neitandi.
bottom of page